Hamraneslínur í jörð

Svokallaðar ísallínur sem liggja frá tengivirkinu Hamranesi að álveri Rio …
Svokallaðar ísallínur sem liggja frá tengivirkinu Hamranesi að álveri Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/​Hari

Landsnet hefur ákveðið að fresta lagningu nýrra lína fjær byggð á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að óvissa hefur skapast vegna aukinnar eldvirkni á Reykjanesskaga og hættu á að hraun renni fljótlega yfir fyrirhugaðar línuleiðir Lyklafellslínu ef eldgos verður í nágrenninu. Í staðinn verður ráðist í viðhald Hamraneslína og þær lagðar að hluta í jörðu og Ísallínur færðar. Það er gert til að línurnar hamli ekki þróun byggðar í Hafnarfirði, samkvæmt upplýsingum Landsnets.

Hamraneslínur og Ísallínur liggja um byggð í Hafnarfirði. Ákveðið hefur verið að leggja þær í jörð á fimm kílómetra kafla vegna þróunar byggðar í Hafnarfirði. Ráðist verður í verkefnið á árinu 2024. Í kjölfar þess verða Ísallínur, sem liggja frá Hamranesi að álverinu, færðar fjær íbúðabyggð og hluti af Suðurnesjalínu 1 verður settur í jörð við tengivirkið. 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert