Björn Þorfinnsson fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands viðurkennir að hafa svindlað einu í sinni í skák. Hann játar þetta í Dagmálum dagsins og biðst jafnframt afsökunar. Hann var að tefla við norskan öldung á móti í Noregi þegar hann svindlaði.
Björn segist sjá mikið eftir þessu og hafi burðast með samviskubit vegna þessa í 33 ár. Í myndbrotinu sem fylgir hér með má sjá játningu Björns, útskýringu og afsökunarbeiðni. Allt í einum pakka.
Björn er skákskýrandi RÚV á stórmótinu sem nú er haldið á hótel Natura í Reykjavík. Forseti norska skáksambandsins sagði af sér eftir að hafa viðurkennt svindl í skák og segir Björn að hann muni ekki sækjast eftir þeirri nafnbót á nýjan leik. Hressilegt viðtal við Björn í Dagmálum í dag. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.