Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar

Kristrún þakkaði samfylkingarfólki fyrir stuðninginn.
Kristrún þakkaði samfylkingarfólki fyrir stuðninginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún Frostadóttir er nýr formaður Samfylkingarinnar. Var hún ein í framboði og hlaut 94,59 prósent greiddra atkvæða. „Kjörið endurspeglar ánægju með nýkjörinn formann flokksins,“ segir í fréttatilkynningu, en Kristrún tekur við af Loga Einarssyni sem hefur verið formaður frá 2016 og er því þaulsetnasti formaður Samfylkingarinnar hingað til.

Frétt af mbl.is

Kristrún er hagfræðingur að mennt og var oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga haustið 2021 og tók sæti á Alþingi að kosningum loknum. Steig Kristrún í pontu á landsfundinum nú fyrir skömmu og þakkaði flokkssystkinum sínum stuðninginn við drynjandi lófatak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka