„Stóra breytingin er hvað hraði kynbótaframfara eykst mikið,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um nýtt kynbótaskipulag í nautgriparækt, svokallað erfðamengisúrval, sem verið er að innleiða. Tímamótin nú eru að valin hafa verið fyrstu nautin á sæðingastöð samkvæmt þessu nýja kerfi.
Guðmundur segir að nú sé hægt að sjá nánast strax við fæðingu eiginleika nautkálfs, velja samkvæmt því inn á sæðingastöð og byrja að nota við eins árs aldur. Áður þurfti að senda út sæðisskammta til prófunar og velja síðan úr nautunum við sex ára aldur miðað við reynsluna af þeim og kúnum sem undan þeim koma. Nýja skipulagið styttir ættliðabilið um fjögur ár.
Umfjöllunina í heild sinni er hægt að nálgast í Morgunblaðinu í dag.