Óvíst hvenær ákvörðun Guðlaugs Þórs liggur fyrir

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi …
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, gat ekki sagt til um hversu langan tíma hann myndi taka til að ákveða sig um það hvort hann muni bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti í kjölfar ríkisstjórnarfundar í ráðherrabústaðnum í dag. „Ég nýt augnabliksins,“ sagði Guðlaugur við fréttamenn og bætti við á gamansömum nótum að fjölmiðlamenn væru þarna í fyrsta sinn að sýna honum áhuga.

Muni hann sækjast eftir formannsembættinu verður kosið um formann flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert