Þrír hlutu 155 milljónir króna hver

Þrír skipta með sér öðrum vinningi.
Þrír skipta með sér öðrum vinningi.

Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér öðrum vinningi í Eurojackpot og hlaut hver þeirra tæpar 155 milljónir króna.

Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Póllandi og í Finnlandi. Enginn hreppti 1. vinning í útdrætti kvöldsins.

Tíu miðhafar skiptu með sér þriðja vinningi og hlýtur hver þeirra 26 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Finnlandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn heppinn miðaeigandi var með annan vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann í Happahúsinu í Kringlunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert