Grund er 100 ára í dag. Þar var fyrsta elliheimilið í Reykjavík og Grund var lengi eina hjúkrunarheimili landsins og leiðandi í slíkri þjónustu um áratugaskeið. Auk Grundar teljast Ás í Hveragerði og Mörk í Reykjavík til Grundarheimilanna. Í Mörk er hjúkrunarheimili með 113 rúmum og 152 íbúðir fyrir aldraða.
Afmæliskaffi var á Mörk á mánudaginn var. Svo var afmæliskaffi fyrir heimilismenn Grundar sl. þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, þegar myndirnar voru teknar. Afmæliskaffi var svo í Ási í Hveragerði í gær.
Í dag er sérstök móttaka fyrir boðsgesti á Grund í tilefni afmælisins og í kvöld verður árshátíð starfsfólksins þar sem mæta um 650 manns.