Arna Lára kjörin ritari Samfylkingarinnar

Arna Lára Jónsdóttir tekur við sem ritari.
Arna Lára Jónsdóttir tekur við sem ritari. Ljósmynd/Aðsend

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, hefur verð kjörin í embætti rit­ara Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún hafði betur gegn Alexöndru Ýr van Erven sem sóttist eftir endurkjöri í embættið.

Landsfundur Samfylkingarinnar fer núna fram á Grand hótel og fór atkvæðagreiðsla fram í morgun. Hlaut Arna Lára 59,77% greiddra atkvæða.

Arna Lára hef­ur verið bæj­ar­full­trúi fyr­ir hönd Í-list­ans frá ár­inu 2006 og var varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi á ár­un­um 2009-2013 og 2017-2021.

Hún var odd­viti þegar Í-list­inn náði hrein­um meiri­hluta í bæj­ar­stjórn árið 2014 og varð þá formaður bæj­ar­ráðs. Nú gegn­ir hún starfi bæj­ar­stjóra eft­ir kosn­inga­sig­ur síðasta vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert