Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verð kjörin í embætti ritara Samfylkingarinnar. Hún hafði betur gegn Alexöndru Ýr van Erven sem sóttist eftir endurkjöri í embættið.
Landsfundur Samfylkingarinnar fer núna fram á Grand hótel og fór atkvæðagreiðsla fram í morgun. Hlaut Arna Lára 59,77% greiddra atkvæða.
Arna Lára hefur verið bæjarfulltrúi fyrir hönd Í-listans frá árinu 2006 og var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á árunum 2009-2013 og 2017-2021.
Hún var oddviti þegar Í-listinn náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn árið 2014 og varð þá formaður bæjarráðs. Nú gegnir hún starfi bæjarstjóra eftir kosningasigur síðasta vor.