Ekið á barn í Grafarholti

Mikil hálka var á vettvangi samkvæmt dagbók lögreglu.
Mikil hálka var á vettvangi samkvæmt dagbók lögreglu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bifreið var ekið á 9 ára gangandi vegfaranda í Grafarholtinu í gær. Barnið hlaut minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. 

Í dagbók lögreglu, þar sem frá þessu er greint, kemur fram að mikil hálka hafi verið á vettvangi. Sjúkrabifreið hafi komið á vettvang en ekki hafi verið talin ástæða til að flytja viðkomandi á sjúkradeild til frekari aðhlynningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert