Hökt í rafrænu skotvopnakerfi

Veiðimaður í fullum herklæðum bíður eftir bráðinni.
Veiðimaður í fullum herklæðum bíður eftir bráðinni. Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson

Unnið er að því að laga þær villur sem komið hafa í ljós við skráningar inn í nýtt rafrænt skotvopnakerfi lögreglunnar. Kaupendur skotvopna hafa lent í því að fá ekki byssur skráðar inn á rafrænt skírteini. Þetta er þó að lagast, samkvæmt uppýsingum frá einum skotvopnasala.

Nýtt skotvopnakerfi var nýlega tekið í gagnið þar sem allt umsóknarferlið er gert stafrænt. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra sem rekur kerfið er ljóst að það verður til mikilla bóta flyrir alla notendur kerfisins og eftirlitsaðila.

Hnökrar hafa verið á kerfinu og hafa veiðimenn og skotíþróttamenn lent í vandræðum með að fá byssur sínar afhentar út af því. Veiðimenn eru að veiða gæs og rjúpnaveiðitímabilið hefst næstkomandi þriðjudag. Veldur þetta taugatitringi í hópnum og er gagnrýnt að þessi tími skuli hafa verið valinn til að taka nýtt kerfi í gagnið.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert