Hvítölið aftur á markað fyrir jólin

Gunnar B. Sigurgeirsson drekkur hvítöl með jólasteikinni sinni.
Gunnar B. Sigurgeirsson drekkur hvítöl með jólasteikinni sinni. mbl.is/Hari

„Í ár verða haldin hefðbundin íslensk jól,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar. Egils hvítöl verður aftur fáanlegt fyrir jólin eftir að framleiðslu þess var hætt fyrir tveimur árum. Hvítölið, sem síðast var selt í dósum, verður nú aftur í upphaflegum umbúðum.

Margir lýstu óánægju sinni með að hvítölið skuli hafa verið tekið út af sakramentinu og því má öruggt telja að endurkomunni verði tekið fagnandi. „Það er alltaf gott þegar við finnum fyrir sterkum tengslum þjóðarinnar við vörur okkar og því gaman að geta nú boðið aftur upp á Egils hvítöl,“ segir Gunnar.

Hvítölið var lengi afgreitt í porti á horni Frakkastígs og Njálsgötu og síðar við Rauðarárstíg. Þar var ölið afgreitt í gegnum lúgu en löng biðröð myndaðist gjarnan fyrir jólin og stundum fyrir páska. 

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert