Jón Grétar kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar

Jón Grétar Þórsson
Jón Grétar Þórsson Ljósmynd/Samfylkingin

Jón Grétar Þórsson var kjörinn í embætti gjaldkera Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins rétt í þessu með 49,64% greiddra atkvæða.

Stein Olav Romslo var í framboði gegn honum.

„Jón Grétar Þórsson er fertugur Hafnfirðingur og formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði frá 2016, fyrir formennsku gengdi hann hlutverki gjaldkeri félagsins. Hann er varabæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði og hefur setið í hafnarstjórn fyrir hönd Smfylkingarinnar frá árinu 2018, þar á undan í menningar- og ferðamálanefnd. Jón Grétar sat í framkvæmdastjórn og miðstjórn Ungs jafnaðarfólks á árunum 2009 til 2014 en var ég formaður UjH á árunum 2009 til 2014,“ segir í tilkynningu flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert