Sjúkrabíll var kallaður á vettvang þegar að fimmtán ára vegfarandi datt af rafskútu í Garðabænum í gærkvöldi laust fyrir klukkan 20.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að hann sé talinn vera með opið beinbrot.
Þá var einnig tilkynnt um slys á veitingastað í Breiðholtinu þar sem maður datt í stiga. Maðurinn missti meðvitund og hlaut áverka á höfði. Hann var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.