Ian Nepomniatchi sló Magnús Carlsen út í undanúrslitum Fischer-slembiskák í dag og teflir um heimsmeistaratitilinn á morgun gegn Hikaru Nakamura.
Nepomniachtchi er rússneskur stórmeistari í skák og Nakamura er bandarískur, sömuleiðis stórmeistari.
Nepomniachtchi vann þrjár skákir gegn Carlsen í dag þar sem Nepomniachtchi lék tvisvar með svart og einu sinni með hvítt. Í síðustu skákinni ríkti mikil eftirvænting eftir frammistöðu Carlsen, sem byrjaði betur en Nepomniachtchi tókst að snúa skákinni sér í hag.
Þá sigraði Nakamura Abdusattorov einnig í þremur skákum í dag.
Þannig verða hvorki ríkjandi heimsmeistarinn í skák, Carlsen, né ríkjandi heimsmeistari í Fischer-slmebiskák í úrslitum mótsins á morgun.