Orkuöryggi leiði til sjálfbærni

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sú staðreynd að raforkukerfi landsins er ekki tengt raforkukerfi Evrópu kemur sér sérstaklega vel í því árferði sem nú ríkir og undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um sjálfstæði í orkumálum. Það sjáum við til dæmis með því að líta á þróun raforkuverðs annars staðar á Norðurlöndum sem hefur hækkað mikið,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og mennigarmálaráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hún yfir þróun hagkerfa heimsins, nú þegar verðbólga hefur ekki verið hærri í heiminum í fjóra áratugi.

Lilja segir mikilvægt að Ísland haldi áfram á þeirri braut að auka orkuöryggi sem muni leiða til sjálfbærni hagkerfisins.

„Ísland hefur alla möguleika á að ná fullu sjálfstæði í orkumálum með aukinni framleiðslu á endurnýjanlegri orku til þess að standa undir rafvæðingu í samgöngum í lofti, láði og legi,“ skrifar Lilja Dögg enn frekar.

Hún segir að þrátt fyrir gott alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í sé það gæfuspor að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. „Með fullu forræði á stjórn efnahags- og peningamála sem og orkumála hefur Íslandi vegnað vel, eins og alþjóðlegur samanburður sýnir glögglega á ýmsum sviðum.“

Í greininni er ítarlega farið yfir verðbólguþróun ýmissa svæða í Evrópu og þróun verðs á raforku á Norðurlöndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert