Sýningarréttur á teiknimyndaþáttaröðinni Ævintýri Tulipop hefur nú þegar verið seldur til tíu landa. Fyrir utan Ísland eru sýningar þegar hafnar í Noregi. Þættirnir verða talsettir á tungumáli hvers lands þar sem þeir verða sýndir.
Ævintýri Tulipop eru fyrsta teiknimyndaþáttaröðin sem byggist á íslensku hugverki sem fer í alþjóðlega dreifingu. Búið er að semja um framleiðslu á fjórum þáttaröðum. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Tulipop, segir að stefnt sé að því að selja þættina til yfir 80 landa.