Um 80 skjálftar frá miðnætti

Herðubreið.
Herðubreið. mbl.is/Sigurður Bogi

Skjálftahrinan við Herðubreið hefur róast töluvert síðustu daga en um 80 skjálftar hafa mælst í grennd við fjallið frá miðnætti. Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur. 

Þá er áframhaldandi virkni við Grímsey en Bryndís segir þó ekki víst hvort enn sé um skjálftahrinu að ræða „eða hvort þetta sé eftirskjálftavirkni.“

„Það eru að koma einn og einn skjálfti þar inn en ekki jafn mikið og er núna á hálendinu.“

Skjálfti af stærðinni 2,9 varð 7,7 km austur af Bárðarbungu um hálfsex í morgun. Þá hafa komið nokkrir smærri skjálftar verið á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert