Vaknaði á salerni og innbrotskerfið fór í gang

Búið var að loka veitingastaðnum þegar maðurinn vaknaði.
Búið var að loka veitingastaðnum þegar maðurinn vaknaði. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um að innbrotskerfi hefði farið í gang á veitingahúsi í miðbænum.

Þar reyndist þó enginn innbrotsþjófur vera á ferð heldur karlmaður sem hafði sofnað ölvunarsvefni á salerni veitingastaðarins í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum.

Þegar maðurinn rankaði við sér um nóttina hafði staðnum verið lokað. Þegar hann reyndi síðan að koma sér út fór innbrotskerfið í gang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert