Vilja kljúfa sig frá Eflingu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Aðalsteinn segir óánægju með stjórn …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Aðalsteinn segir óánægju með stjórn verkalýðsfélagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafn­ar­verka­menn funda nú í húsi Þjóðminja­safns­ins þar sem rætt er um þann mögu­leika að stétt­in segi sig úr Efl­ingu, stofni nýtt fé­lag og gangi í Alþjóðasam­band flutn­inga­verka­manna (ITF) þegar kjara­samn­ing­ar losna þann 1. nóv­em­ber.

Aðal­steinn Björns­son, fyrr­um trúnaðarmaður Efl­ing­ar, seg­ir stofn­un nýs fé­lags hafa verið í und­ir­bún­ingi í nokkr­ar vik­ur. Mik­il óánægja sé með stjórn Efl­ing­ar sem hann tel­ur að hafi brotið lög með skip­un full­trúa á ASÍ-þingið. Þá hafi auk þess verið mikl­ir sam­skipta­örðug­leik­ar við ákveðna ein­stak­linga í stjórn­inni.

Kynn­ing­ar­fund­ur

„Þetta er kynn­ing­ar­fund­ur. Við erum að sjá hvernig stemn­ing­in er fyr­ir því að mynda sam­an fé­lag,“ seg­ir Aðal­steinn sem tel­ur lík­legt að þeir sem sæki fund­inn hafi áhuga á slíku. Hann seg­ir þó nauðsyn­legt að greiða úr ýms­um lagaflækj­um áður en það verði hægt.

Þá seg­ir hann eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar varðandi hverj­ir muni leiða nýja fé­lagið sem hef­ur ekki enn fengið nafn.

„Þetta er bara að byrja.“

Stefn­an sé nú sett á að finna nýja full­trúa sem geti leitt þá sem vinna við hafn­ar­vinnu eða tengdri starf­semi fyr­ir kom­andi kjaraviðræður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka