Hann dó þrisvar í höndunum á mér

Flóki keyrir ferðamenn um gamla bæinn í Lissabon á tuktuk. …
Flóki keyrir ferðamenn um gamla bæinn í Lissabon á tuktuk. Hann hefur bjargað fjórum mannslífum, þar á meðal lífi ungs manns sem fór í hjartastopp.

Gunnar Flóki Sigurðsson, ávallt kallaður Flóki, býr í Lissabon og keyrir um með ferðamenn í svokölluðum tuktuk. Á þeim þremur árum sem hann hefur búið í Portúgal hefur hann bjargað fjórum mannslífum.

Náði að lífga hann við

„Það var 24. september í fyrra að ég var að gera mig kláran að fara heim. Þá sá ég fjölda fólks horfa í áttina að einum stað og fer að athuga málið. Þar sá ég ungan mann liggja á jörðinni og tvær konur að stumra yfir honum. Ég kom þar að og sá að hann var látinn og byrjaði strax að hnoða. Það var hringt á sjúkrabíl sem kom tíu mínútum síðar. Ég náði að lífga hann við. Hann dó þrisvar í höndunum á mér en ég náði að halda honum á lífi. Hann var lifandi þegar hann fór inn í sjúkrabílinn,“ segir Flóki og segist hafa fengið áfall eftir að sjúkrabíllinn fór, en ungi maðurinn var aðeins rúmlega þrítugur.

„Ég settist niður í tuktuknum mínum og var bara stjarfur. Ég brotnaði alveg niður og grét alla leiðina heim,“ segir hann.

„Þetta var á fimmtudegi. Á föstudegi fann ég hann svo á Instagram og sendi skilaboð til að athuga með hann. Ég fékk engin svör fyrr en á mánudagsmorgni, en þá sat ég á kaffihúsi með konunni minni. Þá kom svar frá stráknum sjálfum, Daniel, og hann þakkaði mér lífbjörgina,“ segir Flóki.

Flóki og Daniel eru orðnir mestu mátar eftir að Flóki …
Flóki og Daniel eru orðnir mestu mátar eftir að Flóki bjargaði lífi hans í fyrra.

„Ég brotnaði aftur niður þegar ég fékk skilaboðin,“ segir Flóki en í dag eru þeir vinir og hittast reglulega.

„Hann bauð mér í afmælið sitt og þegar hann er í miðbænum hitti ég hann í spjall.“

Ítarlegt viðtal er við Flóka í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert