Hefja undirbúning fyrir Heimsleika

Ísólfur Líndal Þórisson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, Jakob Svavar Sigurðsson, …
Ísólfur Líndal Þórisson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, Jakob Svavar Sigurðsson, Sigursteinn Sumarliðason, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Benjamín Sandur Ingólfsson, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Teitur Árnason, Ragnhildur Haraldsdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir, Viðar Ingólfsson, Helga Una Björnsdóttir, James Faulkner, Elvar Þormarsson, Konráð Valur Sveinsson, Hans Þór Hilmarsson, Ásmundur Ernir Snorrason, Árni Björn Pálsson, Guðmundur Björgvinsson, Bergþór Eggertsson.

„Við leggjum í þessa vegferð með háleit markmið, að reyna að ná sem flestum gullverðlaunum, eins og allir íþróttamenn vilja,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum. Hann hefur kynnt 18 manna landsliðshóp sem er að hefja undirbúning fyrir þátttöku í Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fara í Oirschot í Hollandi 8. til 13. ágúst á næsta ári.

Í landsliðshópnum eru fjórir knapar sem unnu sér rétt til að verja titla sína með sigri á síðustu Heimsleikum og að auki 14 knapar sem landsliðsþjálfarinn velur. Úr síðarnefnda hópnum, sem Sigurbjörn segir að verði raunar opinn áfram ef fram koma góð keppnispör, verði valdir sjö keppendur fyrir Heimsleikana.

Umfjöllunina í heild sinni er hægt að nálgast í Morgunblaðinu sem kom út á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert