Hús íslenskra ríkisfjármála tekið í notkun á nýju ári

Nýja húsið er alls um 11.705 fermetrar á níu hæðum.
Nýja húsið er alls um 11.705 fermetrar á níu hæðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verulega er farið að styttast í afhendingu skrifstofubyggingarinnar í Katrínartúni 6 við Höfðatorg. Þar verða Skatturinn og Fjársýsla ríkisins til húsa næstu áratugina hið minnsta. Í tilkynningu á heimasíðu Framkvæmdasýslunnar-ríkiskaupa(FSRE) er byggingin kölluð Hús íslenskra ríkisfjármála.

Uppsteypu hússins lauk fyrr á þessu ári og nú er unnið að raflögnum, tæknikerfum og uppsetningu léttra veggja á hæðunum níu sem húsið telur, að því er fram kemur á heimasíðu FSRE. Húsið verður tilbúið til notkunar fljótlega á nýju ári. Undir húsinu er tveggja hæða bílakjallari.

Byggingin er alls um 11.705 fermetrar. Skatturinn mun hafa yfir í 9.705 fermetrum að ráða, en Fjársýslan 2.000 fermetrum.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu sem kom út á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka