Vegagerðin vekur athygli á umferðartöfum sem orðið geta vegna kvikmyndatöku við umferðarljósin við Kirkjusand í dag.
Standa tafirnar yfir á milli 10.00 og 13.00 við umferðarljósin við Kirkjusand í dag.
Umferð verður beint fram hjá tökusvæðinu og eru vegfarendur beðnir að sýna tillitssemi.