Austlæg átt verður í dag, víða 3 til 10 m/s en 10 til 15 m/s við suðurströndina. Búast má við rigningu eða súld með köflum í flestum landshlutum en á Suðausturlandi má búast við talsverðri rigningu síðdegis, samkvæmt spá Veðurstofunnar.
Fyrir norðan er hins vegar yfirleitt þurrt fyrripartinn og á Vestfjörðum byrjar ekki að rigna fyrr en í kvöld.
Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig síðdegis og verður hlýjast syðst.