287 milljón króna gjaldþrot Björns Inga

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engar eignir fundust í þrotabúi fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar og var skiptum þess lokið í síðustu viku. Lýstar kröfur í búið námu 287 milljónum.

Björn Ingi var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og var búið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfarið. Björn tjáði sig um málið við það tækifæri og sagði hann gjaldþrotið tengjast fjölmiðlarekstri sínum.

„Það er kannski við hæfi, nú þegar akkúrat 13 ár eru í dag frá því vef­miðill­inn Press­an hóf göngu sína, að segja hér frá því að í síðustu viku fór ég í per­sónu­legt gjaldþrot vegna mála sem tengj­ast fjöl­miðlarekstr­in­um fyr­ir nokkr­um árum og hafa verið mér þung­ur baggi að bera um ára­bil,“ sagði hann í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert