Eins og að vera í ræktinni allan daginn

Chastity á heimavelli þar sem hún skiptir um dekk undir …
Chastity á heimavelli þar sem hún skiptir um dekk undir bílum. mbl.is/Kristín Heiða

„Strákarnir mínir segja stundum að ég geti verið erfið við þá, en ég verð að halda aga í höllinni,“ segir Chastity Rose Dawson Gísladóttir, og á þá við samstarfsmenn sína í Dekkjahöllinni við Skútuvog í Reykjavík.

Hún er eini kvenkyns starfsmaðurinn þar í höll og vinnur bæði á gólfinu við dekkjaskiptingar og inni á skrifstofu við afgreiðslu, enda er hún verkefnastjóri.

„Ég byrjaði að vinna í dekkjunum hjá Max1 í Hafnarfirði og fannst það mjög gaman, því þetta er eins og að vera í ræktinni allan daginn. Ég missti vinnuna þar í Covid og var atvinnulaus í fjóra mánuði, en mig langaði að komast aftur í dekkin svo ég sótti um hér hjá Dekkjahöllinni og hóf störf í fyrravor," segir hún. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert