Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orku- og loftslagsráðherra, segir það ekki rétt að hann hafi gert kröfu um að fá að gegna embætti fjármála- og efnahagsráðherra í skiptum fyrir að hætta við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur svaraði í Facebook-færslu frétt Innherja þar sem segir að samkvæmt heimildum miðilsins, hafi þessi krafa verið rædd á fundum Guðlaugs og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í síðustu viku.
Í færslunni staðfestir Guðlaugur að þeir hafi fundað tvisvar, annars vegar í fjármálaráðuneytinu á fimmtudag og heima hjá Bjarna á föstudaginn. Þá hafi þeir einnig rætt stöðuna sem upp er komin og áhyggjur Guðlaugs.