Alls voru 382 á kjörskrá þegar kjör til formanns Samfylkingarinnar fór fram á landsfundi flokksins á föstudaginn. Af þeim 382 sem voru á skránni greiddu 77,49% atkvæði í kosningunni.
Líkt og greint hefur verið frá var Kristrún Frostadóttir ein í framboði og hlaut hún 94,59% greiddra atkvæða, alls 280 atkvæði.
Alls voru 406 á kjörskrá þegar kosið var um formann framkvæmdastjórnar, ritara og gjaldkera. Kosið var í þau embætti á laugardaginn.
Guðmundur Árni Stefánsson var einn í framboði til varaformanns og var ekki haldin kosning um það embætti, ólíkt formannskosningunni. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þarf alltaf að fara fram kosning um formann jafnvel þótt einn einstaklingur sé í kjöri. Þetta á þó ekki við um önnur embætti.
Uppfært
Upphaflega í fréttinni var talað um að Kristrún hefði 254 atkvæði á bak við sig, en hið rétt er að þau voru 280. Leiðréttist það hér með.
Hér að neðan má sjá frekari tölur frá kosningu í embætti formanns, ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar:
Formannskjör:
Af þeim sem greiddu atkvæði:
Formaður framkvæmdastjórnar:
Af þeim sem greiddu atkvæði:
Gjaldkeri:
Af þeim sem greiddu atkvæði:
Ritari:
Af þeim sem greiddu atkvæði: