Meirihluti þingmanna styður Bjarna

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drjúgur meirihluti þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem Morgunblaðið náði tali af í gær, styður Bjarna Benediktsson til þess að gegna formennsku í flokknum áfram. Fimm til sex þeirra hafa hins vegar ekki enn gefið sig upp.

Sjálfstæðisflokkurinn á 17 þingmenn á Alþingi, en reynt var til þrautar að ná sambandi við þá alla, að formannsframbjóðendunum sjálfum undanskildum.

Þeir níu þingmenn, sem gáfu upp afstöðu sína, styðja allir Bjarna Benediktsson, formann, til áframhaldandi setu.

Þetta eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert