Nakamura fer heim með 21 milljón

Hikaru Nakamura.
Hikaru Nakamura. mbl.is/Óttar

„Mér finnst ég hafa haldið haus og teflt vel á heildina litið. Á úrslitastundum náði ég að vera aðeins betri en andstæðingurinn. Það gekk vel,“ segir bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura, nýkrýndur sigurvegari heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák. Hann var hissa á frammistöðu Magnusar Carlsen heimsmeistara, sem komst ekki í úrslit í mótinu.

Nakamura mætti rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi í úrslitaviðureign þeirra á heimsmeistaramótinu í gær. Fær hann 21 milljón í verðlaunafé fyrir vikið.

„Ég fékk ekki frábæra stöðu en skákin hélt áfram. Hann lék tveimur eða þremur leikjum í miðtaflinu og einn þeirra var ekki góður. Mér tókst að nýta mér það. Ég vissi að þetta yrði mjög jafnt og að við ættum báðir raunhæfa möguleika,“ segir Nakamura.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert