„Fyrsti sólótíminn var mikil upplifun. Í flugi er ögrunin meðal annars sú að ná alltaf að halda hæð og afli og svo getur lendingin líka verið vandasöm. Allt gekk þó að óskum í þessari ferð, þar sem ég flögraði um loftin með fiðrildi í maganum,“ segir Sigurður Freyr Eggertsson flugnemi.
Hann er nýorðinn sextán ára og tók á dögunum sólópróf, en með því er honum heimilt að fljúga án farþega á þeim flugvélum sem hann hefur þjálfun á og réttindi til.
Fátítt er að menn séu komnir með grunnréttindi í flugi jafn ungir og Sigurður Freyr, sem veit hvað hann vill.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.