Faðir ríkislögreglustjóra sagður selt ólöglega riffla

AR-15 hríðskotabyssur hafa verið notaðar í skotárásum í Bandaríkjunum.
AR-15 hríðskotabyssur hafa verið notaðar í skotárásum í Bandaríkjunum. AFP

Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. 

Þetta kom fram í þætti Kveiks í kvöld þar sem sagt var frá manni sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir ári síðan fyrir að eiga riffil sem er ólöglegur á Íslandi, eða svokallaða AR-15 hríðskotabyssu. Maðurinn hafði keypt riffilinn af Guðjóni fyrir eina og hálfa milljón króna. 

Maðurinn neitaði því fyrir rétti að hafa breytt rifflinum heldur hefði hann keypt hann hálfsjálfvirkan. Guðjón var kallaður fyrir sem vitni og neitaði að hafa breytt byssunni. 

Húsleit var framkvæmd á heimili Guðjóns í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu er varðar ætlaðan und­ir­bún­ing á hryðju­verkum. Ríkislögreglustjóri sagði sig frá rannsókn málsins vegna vanhæfis. 

Í umfjöllun Kveiks er greint frá fleiri einstaklingum sem höfðu keypt eins riffla af Guðjóni, sem væru hálfsjálfvirkir og því ólöglegir. Byssusmiður breytti síðar rifflunum svo þeir stæðust lög. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert