„Grænt“ hús rís við Frakkastíg

Lóðin sem um ræðir er á horni Frakkastígs og Skúlagötu. …
Lóðin sem um ræðir er á horni Frakkastígs og Skúlagötu. Fjær má sjá Franska spítalann, sem er friðað hús, byggt árið 1902. mbl.is/sisi

Nú hillir undir að byggingarframkvæmdir hefjist á lóðinni Frakkastíg 1. Lóðin er beint fyrir neðan Franska spítalann svonefnda, sem er friðað hús, byggt árið 1902 sem spítali fyrir franska sjómenn.

Umrædd lóð, á horni Frakkastígs og Skúlagötu, komst í fréttirnar fyrir nokkrum misserum þegar íbúar í nágrenninu og Íbúasamtök miðborgarinnar mótmæltu því að háhýsi yrði reist þar. Borgaryfirvöld tóku mótmælin ekki til greina að öðru leyti en því að húsið var lækkað úr átta hæðum í sjö og verða efstu hæðirnar inndregnar.

Svona sjá arkitektarnir fyrir sér útlit nýbyggingarinnar. Horft er niður …
Svona sjá arkitektarnir fyrir sér útlit nýbyggingarinnar. Horft er niður Frakkastíg í átt til Esjunnar. Tölvumynd/Lendager/SAP arkitektar

Fyrr á þessu ári óskuðu Leiguíbúðir ehf. eftir leyfi til að flytja fjögur eldri hús á lóðina. Því var hafnað af Reykjavíkurborg með þeim rökum að lóðin væri hluti af Græna planinu og væri í úthlutunarferli.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert