Berglind í stjórn Matvælasjóðs

Berglind Häsler er einnig aðstoðarmaður matvælaráðherra til 1. mars.
Berglind Häsler er einnig aðstoðarmaður matvælaráðherra til 1. mars. Ljósmynd/Stjórnarráðið/Steinþór Rafn Matthíasson

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað Berglindi Häsler í stjórn Matvælasjóðs. Berglind tekur við af Karli Frímannssyni sem setið hefur í stjórn sjóðsins frá stofnun hans árið 2020.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Berglind er ráðin aðstoðarmaður matvælaráðherra til 1. mars eða þar til Iðunn Garðarsdóttir snýr aftur úr fæðingarorlofi.

Hún er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og á að baki starfsreynslu í fjölmiðlum, viðburðastjórnun, ferðaþjónustu og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Berglind hefur meðal annars rekið fyrirtækið Havarí frá árinu 2009 ásamt eiginmanni sínum heitnum, Svavari Pétri Eysteinssyni, tónlistarmanni og hönnuði. Þá var hún einnig um tíma verkefnastjóri yfir verkefninu Lífrænt Ísland.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert