Engar hömlur og fullar vélar í sólina fyrir jólin

Tenerife.
Tenerife. AFP/Desiree Martin

„Það er allt annað hljóð í fólki nú en í fyrra. Þá vildu margir fara varlega enda var fólk enn að veikjast og auk þess þurfti að framvísa vottorði. Það vildu ekki allir ferðast með þeim skilmálum. Nú eru engar hömlur og bókanir fyrir jólin eftir því,“ segir Steinþóra Sigurðardóttir, deildarstjóri ferðaráðgjafar hjá ferðaskrifstofunni Vita.

Miklar annir hafa verið þar á bæ að undanförnu. Landsmenn hafa verið duglegir að stökkva út í haustferðir en ekki síður horfa margir til þess að verja jólunum í útlöndum. Steinþóra segir að augljóst sé að margir eigi enn eftir að bæta sér upp að hafa ekkert komist á kórónuveirutímanum.

„Tenerife og Gran Canaria eru vinsælustu staðirnir," segir Steinþóra. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert