Undirbúa stefnu á hendur Matvís

Veitingastaðurinn Bambus er staðsettur í Borgartúni.
Veitingastaðurinn Bambus er staðsettur í Borgartúni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingastaðirnir Flame og Bambus eru að undirbúa stefnu á hendur Matvís, að því er kemur fram í yfirlýsingu.

Eigendur veitingastaðanna voru fyrr á árinu sakaðir um stórfelldan launaþjófnað. Matvís er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. 

„Það er ábyrgðarhlutur að fara fram í fjölmiðlum með fullyrðingar á borð við mansal, stórfelldan þjófnað og halda fram að starfsfólk hafi unnið 10-16 tíma á dag, 6 daga vikunnar. Þetta gerði Matvís í tengslum við málefni Flame en þegar kröfur Matvís komu svo fram þá byggðu þær á 8-9 stunda vinnudögum með örfáum undantekningum,” segir í yfirlýsingu veitingastaðanna.

„Gögn málsins bera þetta einnig með sér. Þá lítur út fyrir að almennu verklagi hafi ekki verið fylgt við meðferð máls Flame þar sem ítrekað var farið fram í fjölmiðlum með yfirlýsingar sem svo reyndust ekki réttar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka