Isavia harmar framkomu við fjölmiðla í gær

Sterk ljós mættu fréttafólki Rúv á vettvangi við flugvöllinn í …
Sterk ljós mættu fréttafólki Rúv á vettvangi við flugvöllinn í gær. Skjáskot/Ruv.is

Aðgerðir starfsmanna öryggisgæslu Isavia í gærkvöldi, þegar skærum ljósum var beint að fjölmiðlafólki til að koma í veg fyrir upptökur í tengslum við brottvísun lögreglu á flóttafólki, voru samkvæmt fyrirmælum lögreglu. Isavia telur það þó ekki hlutverk öryggisgæslunnar að hindra störf fjölmiðla og harmar það sem gerðist í nótt og biðst afsökunar á því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í tilkynningunni segir að Keflavíkurflugvöllur sé alþjóðlegur flugvöllur og um hann gildi strangar alþjóðlegar öryggis- og eftirlitsreglur.

Í nótt hafi lögreglan óskað eftir aðstoð frá öryggisgæslu flugvallarins við framkvæmd lögregluaðgerðar, en fram hefur komið að þar hafi 15 manns verið fylgt úr landi til Grikklands. Almennt felist í slíkri aðstoð að veita aðgang og fylgja lögreglu um haftasvæðið.

Þegar aðgerðin stóð yfir fylgdi starfsfólk öryggisgæslunnar fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla fór fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur af lögregluaðgerðinni. Það er ekki hlutverk starfsfólksöryggisgæslu flugvallarins að meta lögmæti fyrirmælanna, lögmæti þeirra eru á ábyrgð lögreglu,“ segir í tilkynningunni.

Metur félagið það hins vegar ekki hlutverk öryggisgæslunnar að hindra störf fjölmiðla. „Isaviaharmar að það hafi gerst í nótt og biðst afsökunar á því.Isavia mun fara yfir þessa framkvæmd með lögreglu.“ Beinir félagið að öðru leyti fyrirspurnum um aðgerðirnar og lögmæti fyrirmæla lögreglunnar til lögreglu.  

Starfsmenn Isavia hindruðu myndatökur fjölmiðlafólks í gær að beiðni lögreglu.
Starfsmenn Isavia hindruðu myndatökur fjölmiðlafólks í gær að beiðni lögreglu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert