Lögregla hefur leitað að 395 ungmennum frá 2014

Á síðustu átta árum hefur mörg hundruð sinnum verið kallað eftir aðstoð lögreglu vegna ungmenna undir lögaldri sem er saknað. 

Sum þeirra hafa komið oftar en einu sinni við sögu en alls er um 395 ungmenni að ræða, 205 stúlkur og 190 pilta. 

Þetta kom fram í erindi lögreglumannsins Guðmundar Fylkissonar á málþingi hjá SÁÁ og FÁR en Guðmundur er nokkuð kunnur fyrir störf sín við leit að börnum og ungmennum fyrir foreldra, stofnanir og félagasamtök.

Í flestum tilfellum er um andlegan vanda að ræða eða vímuefnavanda. Segist hann hafa leitað allt að fimmtíu sinnum að sama einstaklingi sem strauk ítrekað. 

Fram kom hjá Guðmundi að fernt þeirra sem hann hefur leitað að á þessum tíma hafi fallið frá eftir 18 ára aldurinn en ekkert fyrir 18 ára aldur. Tvö létust vegna ofneyslu og tvö sviptu sig lífi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert