Mótmælendur fjölmenntu á Austurvelli

Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmennt var á Austurvelli síðdegis í dag er fólk safnaðist saman til að mótmæla aðgerðum ís­lenskra stjórn­valda sem sagðar eru fela í sér ómannúðleg­ar brott­vís­an­ir fólks á flótta úr landi í skjóli næt­ur.

Mótmælin voru skipulögð af No Borders Iceland og Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi og hófust klukkan 17:15. 

Með mótmælunum var þess krafist að brott­vís­anir til Grikk­lands yrðu stöðvaðar um­svifa­laust, og að þeim sem þegar hafa verið vísað úr landi fái að snúa aft­ur til lands­ins og ljúka mál­um sín­um gagn­vart yf­ir­völd­um.

Mótmælendur kröfðust þess að að ís­lenska ríkið standi við skuld­bind­ing­ar …
Mótmælendur kröfðust þess að að ís­lenska ríkið standi við skuld­bind­ing­ar um að tryggja mann­rétt­indi fólks á flótta og veiti um­rædd­um aðilum alþjóðlega vernd á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg
15 einstaklingum var fylgt frá Íslandi til Grikklands í gærmorgun.
15 einstaklingum var fylgt frá Íslandi til Grikklands í gærmorgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert