Fjölmennt var á Austurvelli síðdegis í dag er fólk safnaðist saman til að mótmæla aðgerðum íslenskra stjórnvalda sem sagðar eru fela í sér ómannúðlegar brottvísanir fólks á flótta úr landi í skjóli nætur.
Mótmælin voru skipulögð af No Borders Iceland og Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og hófust klukkan 17:15.
Með mótmælunum var þess krafist að brottvísanir til Grikklands yrðu stöðvaðar umsvifalaust, og að þeim sem þegar hafa verið vísað úr landi fái að snúa aftur til landsins og ljúka málum sínum gagnvart yfirvöldum.