Rithöfundurinn og ljóðskáldið Sjón hefur tilkynnt að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir í ár vegna „grimmilegrar“ meðferðar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á hælisleitendum.
„Ég dreg þátttöku mína til baka í hátíðinni Iceland Noir 2022 þar sem ég get ekki tekið þátt í menningarþvætti á forsætisráðherra Íslands. Iceland Noir leyfir henni að stilla sér upp sem menningarmanneskju á meðan ekki er gerð athugasemd um grimmilega meðferð ríkisstjórnar hennar á hælisleitendum,“ segir í tísti frá Sjón sem birtist í dag.
I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.
— Sjón 🇺🇦🏳️⚧️🏳️🌈 (@Sjonorama) November 3, 2022