„Versta nótt lífs míns“

Fötluðum bróður Yismen komið fyrir inn í bíl.
Fötluðum bróður Yismen komið fyrir inn í bíl. Ljósmynd/Aðsend

Einn þeirra hælisleitenda, sem vísað var frá landi í nótt, lýsir því hvernig lögregla hafi slegið bróður hennar er hann reyndi að verja bróður þeirra sem er í hjólastól í viðtali við Kjarnann.

Yis­men Hussi­en var flutt ásamt 14 öðrum einstaklingum frá Íslandi til Grikklands í nótt en hún hafði dvalið hér í um tvö ár, ásamt móður sinni, systur og tveimur bræðrum.

Í viðtalinu lýsti Yismen því hvernig lögreglan hafi beðið eftir henni og systur hennar á heimili þeirra eru þær komu heim úr skólanum í gær. 

Hún sagði lög­regl­una hafa tekið á bróður hennar sem hafi setið í hjóla­stóln­um. Eldri bróðir hennar hafi þá reynt að verja hann en þá hafi lög­reglan slegið hann. „Þeim var ýtt og hent nið­ur,“ lýsti hún. Þeir hafi síðan báðir verið hand­teknir og fluttir á lög­reglu­stöð. Símarnir hafi verið teknir af þeim öllum. 

Fjötruð á höndum

Mæðgurnar voru fluttar á hótel í Reykja­nes­bæ, þar sem lög­reglu­menn vökt­uðu þær, og þaðan út á Kefla­vík­ur­flug­völl í nótt. Yismen sagði að þær hafi ekki getað tekið neitt með sér úr íbúðinni þeirra. 

Þá hafi þær verið leiddar inn í flugvélina í hópum, þar sem hún sá loks bróður sinn. Þau voru síðan öll fjötruð á höndum. 

„Okkur líður öllum hræði­lega illa. Þetta var versta nótt lífs míns, eins og martröð,“ sagði Yismen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert