Vilja virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi til Orkustofnunar vegna Búrfellslundar. Er það í fyrsta skipti sem sótt er um slíkt leyfi fyrir fullbúnum vindmyllulundi hér á landi. Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, upplýsir þetta í aðsendri grein í blaðinu í dag.

Búrfellslundur var færður í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní sl., þegar Alþingi samþykkti uppfærða flokkun virkjunarkosta. Umfang Búrfellslundar hefur verið minnkað úr 200 MW í 120 MW. Einar telur mögulegt að tengja Búrfellslund við raforkukerfið fyrir árslok 2025. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert