Umsóknum frá ríkisborgurum Rússlands um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fjölgað það sem af er ári miðað við síðustu tvö ár, að sögn Útlendingastofnunar. Tekið er fram að umsóknum fækkaði í kórónuveirufaraldrinum, sem skýrir að einhverju leyti fáar umsóknir á árunum 2020 og 2021.
Alls sóttu 88 einstaklingar með ríkisfang í Rússlandi um alþjóðlega vernd hér frá árinu 2014 og til 3. október sl. Umsóknir frá rússneskum ríkisborgurum eru orðnar 23 það sem af er árinu. Í þeim hópi eru 10 karlar, 19 konur og þrjú börn.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.