Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar og verður uppfærð dagskrá birt við fyrsta tækifæri.
Í gær tilkynnti rithöfundurinn og ljóðskáldið Sjón að hann myndi ekki taka þátt í hátíðinni vegna „grimmilegrar“ meðferðar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á hælisleitendum.
Katrín gaf nýverið út skáldsöguna Reykjavík ásamt rithöfundinum Ragnari Jónassyni.