Katrín kemur ekki fram á bókmenntahátíðinni

Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson.
Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson. mbl.is/Stella Andrea

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar og verður uppfærð dagskrá birt við fyrsta tækifæri. 

Í gær tilkynnti rit­höf­und­ur­inn og ljóðskáldið Sjón að hann myndi ekki taka þátt í hátíðinni vegna „grimmi­legr­ar“ meðferðar rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra á hæl­is­leit­end­um. 

Katrín gaf nýverið út skáldsöguna Reykjavík ásamt rithöfundinum Ragnari Jónassyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert