„Við erum ósátt við það hversu bratt var farið í þessu máli og eins hvernig bæjaryfirvöld hafa farið með það,“ segir Sigurður E. Guðmundsson, íbúi við Skólabraut á Seltjarnarnesi.
Bæjaryfirvöld hafa gefið grænt ljós á að húsi á lóðinni Skólabraut 10 verði breytt. Þar hefur um áratugaskeið verið rekið sambýli en húsið var nýlega selt og til stendur að breyta fasteigninni í níu íbúða fjölbýlishús. Nágrannar eru ósáttir við þessi áform. Þeir telja þau bæði of umfangsmikil og að kynningu hafi verið ábótavant.
Íbúarnir benda á að Skólabraut beri nafn með rentu því við hana standi þrír skólar, tveir grunnskólar og tónlistarskóli, og á hverjum degi fari tugir barna þar um.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.