Þúsundir fermetra ónotaðar

Á næstunni mun verslunin K-Market væntanlega opna dyr sínar fyrir …
Á næstunni mun verslunin K-Market væntanlega opna dyr sínar fyrir íbúunum í Valshverfinu. Leyfi liggur fyrir hjá borgaryfirvöldum. mbl.is/sisi

„Raunveruleikinn er engu að síður sá að þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa enn auðar á jarðhæðum hverfisins og virðist lítið bóla á breytingum í þeim efnum.“ Þetta segir orðrétt í bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 27. október, þegar fram fór umræða í ráðinu um nærþjónustu í Valshverfinu á Hlíðarenda.

Í þessu hverfi hefur verið gífurleg uppbygging á undanförnum árum. Í öllum húsunum eru íbúðir á efri hæðum og á jarðhæð margra þeirra er atvinnuhúsnæði. Þegar gengið er um hverfið má sjá mörg hundruð lengdarmetra af óinnréttuðu atvinnuhúsnæði. Búið er að opna hársnyrtistofu, vefnaðarvörubúð og fæðingarheimili.

Auðvelt að sækja verslun og þjónustu

Á meðal þeirra skýringa sem borist hafa íbúaráðinu eru þær að áhugasamir aðilar séu efins um að hefja starfsemi í hverfinu sökum bílastæðaskorts fyrir viðskiptavini, segir í bókun íbúaráðsins.

„Hverfið er þó hannað til þess að auðvelt verði fyrir bæði íbúa hverfisins og nærliggjandi hverfa að sækja þar verslun og þjónustu. Eftirspurnin er svo sannarlega til staðar nú þegar íbúafjöldi hverfisins er orðinn meiri en í mörgum bæjarfélögum um land allt. Jafnframt hefur verið bent á að aðgengi til að koma vörum fyrir í versluninni sé ekki nægilegt – en engu að síður virðist það vel gerlegt fyrir verslanir í Þingholtum og víða annars staðar í miðbæ Reykjavíkur,“ segir orðrétt.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 3. október. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka