15 hælisleitenda enn leitað

Ítrekuð leit hefur farið fram síðustu daga.
Ítrekuð leit hefur farið fram síðustu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er leitað þeirra 15 hælisleitenda sem átti að senda úr landi til Grikklands aðfaranótt fimmtudags. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Gunnari Herði Garðarssyni, samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Hann segir að þá sem leitað er að sé ekki að finna í þeim búsetuúrræðum sem þeir voru skráðir í, eða öðrum úrræðum, þrátt fyrir ítrekaða leit. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hvort viðkomandi hafi farið af landi brott.

„Stoðdeild heldur áfram að skipuleggja fylgd úr landi á því fólki sem hefur fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála,“ segir í svarinu.

Í viðtali við Kjarnann sagði stúlka, ein af þeim sem voru flutt af landi brott, að lögregla hefði slegið eldri bróður sinn, sem var einnig fluttur úr landi. Gunnar tekur fram að vegna fréttaflutnings sé vert að taka fram „að þótt það hafi komið til valdbeitingar, fólk var fært í handjárn eftir þörfum til að mynda, þá sló eða lamdi lögregla engan. Hins vegar var ráðist að lögreglumönnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert