Landsmót hestamanna, sem haldið var á Hellu í sumar, skilaði 35 milljón króna hagnaði.
Skýrsla Landsmóts hestamanna var kynnt á Landsþingi Landssambands hestamanna í gær.
Tæplega 9 þúsund miðar seldust á mótið og um 75 prósent þeirra seldust í forsölu. 82 prósent þeirra sem keyptu miða í gegnum Tix voru Íslendingar.
Þar að auki var horft á mótið í gegnum beint streymi, frá 42 löndum, en um 76 prósent áhorfa voru þó frá Íslandi.
Heildartekjur mótsins voru 173 milljónir króna og gjöld voru 138 milljónir.