Á rjúpnaveiðum þegar hann rann niður fjallshlíð

Úr Laxárdal þar sem slysið varð um hádegisbil í dag.
Úr Laxárdal þar sem slysið varð um hádegisbil í dag. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Maðurinn sem rann niður fjallshlíð í Mánaskál í Laxár­dal í dag var á rjúpnaveiðum þegar slysið varð. Hann var ekki einn á ferð og var með meðvitund þegar hann var fluttur til Reykjavíkur. 

Þetta staðfestir Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra.

Hlúð að manninum á vettvangi

Hann segir ferðafélaga mannsins hafa tilkynnt slysið til lögreglu sem hlúði að manninum á staðnum áður en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 

Pétur segir manninn hafa verið með djúpa skurði eftir að hafa runnið niður hlíðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert