Landspítali auglýsir nú tíu störf framkvæmdastjóra en í upphafi vikunnar var greint fra því að tíu stöðugildum forstöðumanna yrðu felld niður.
Samkvæmt nýju skipuriti spítalans hefur framkvæmdastjórum verið fjölgað úr átta í ellefu. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:
-Framkvæmdastjóri hjúkrunar
-Framkvæmdastjóri þróunar
-Framkvæmdastjóri reksturs og mannauðs
-Framkvæmdastjóri lyflækninga og bráðaþjónustu
-Framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu
-Framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu
-Framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingarþjónustu
-Framkvæmdastjóri geðþjónustu
-Framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu, skurðstofa og gjörgæslu
-Framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu